SKÁLDSAGA Á ensku

Moby Dick

Moby Dick var fimmta skáldsaga Hermans Melville og kom út árið 1851. Bókin vakti þá litla athygli og meðan Melville lifði seldist hún ekki nema í um 3200 eintökum. En í upphafi tuttugustu aldarinnar fóru menn að gefa henni meiri gaum og þá var farið að tala um hana sem hina stóru amerísku skáldsögu sem allar aðrar miðuðu sig við. Víst er um það að höfundar á borð við William Faulkner og D. H. Lawrence áttu vart orð til að lýsa gæðum hennar. Faulkner sagði eitt sinn að hann óskaði þess að hann sjálfur hefði skrifað hana og Lawrence sagði hana vera undarlegustu en jafnframt dásamlegustu sjósögu sem nokkru sinni hefði verið skrifuð.

Í sögunni lýsir sjómaðurinn Ishmael áráttu Ahabs skipstjóra á hvalskipinu Pequod að ráða niðurlögum hvíta hvalsins stóra sem hann kallar Moby Dick, en sá hvalur hafði áður sökkt skipi hans og tekið fót hans frá hné.

Það tók Melville eitt og hálft ár að skrifa söguna og hann tileinkaði hana vini sínum Nathaniel Hawthorne. Menn eru ekki á eitt sáttir um í hverju styrkur sögunnar er fólginn en eru sammála um að sagan búi yfir dýpri merkingu undir niðri; að glíma Ahabs við hvalinn stóra sé í raun glíma mannsins við hið óþekkta sem bíður hans og hið óþekkta í honum sjálfum.


HÖFUNDUR:
Herman Melville
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 710

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :